Hundagerði eða afmarkað svæði fyrir lausagöngu hunda, með sundtjörn

Hundagerði eða afmarkað svæði fyrir lausagöngu hunda, með sundtjörn

Hundagerði er afmarkað og afgirt svæði þar sem hundaeigendur geta komið með hunda sína og sleppt þeim lausum. Innan svæðisins er hægt að þjálfa og leika við þá,en einnig fá þeir færi á að hitta og umgangast aðra hunda. Einnig vantar aðgengi að tjörn eða öðru fersku vatni fyrir hunda að synda í.

Points

Það mætti koma tillaga að staðsetningu. Nýju gerðin eru öll um 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu sem sett hafa verið í Reykjavík

Hundum er nauðsynlegt að hreyfa sig og umgangast aðra hunda. Innan hverfisins eru fáar og stuttar upplýstar gönguleiðir í boði og engin skilgreind svæði þar sem sleppa má hundum lausum. Um leið eru engin tækifæri innan hverfisins fyrir hunda að umgangast aðra hunda í frjálsum leik, en slíkt er nauðsynlegt til umhverfisþjálfunar. Jafnframt er ekki auðvelt á Kjalarnesinu að komast í ferskt vatn fyrir hundana að synda í.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information