Sparkvöllur í Skerjafjörð*

Sparkvöllur í Skerjafjörð*

Hvað viltu láta gera? Setja upp sparkvöll með léttri lýsingu í Skerjafirði, t.d á Nonnatúni Hvers vegna viltu láta gera það? Það bráðvantar fótboltavöll í Skerjafjörð og börn og umgmenni þurfa að ferðast langt til að komast í almennilega aðstöðu og strætó gengur ekki úr Skerjafirði í Vesturbæ *Hugmynd hefur verið aðlöguð. Felur í sér að endurgerð á vellinum með gervigrasi, nýjum mörkum, o.s.frv.

Points

Í meira en áratug hafa foreldrar barna í Skerjafirði óskað eftir sparkvelli í hverfið með aðstoð borgarinnar - nú verður það vonandi að veruleika!

Vantar sparkvöll í Skerjafjörðinn fyrir alla ungu og upprennandi krakkana sem búa í hverfinu til að koma saman og spila á góðum velli og í skjóli.

Þetta væri alveg frábær nýting á hluta Nonnatúnsins og yrði eflaust mikið notað!

Í miðju Skerjafjarðarhverfi er dásamleg svæði í miðju hverfinu sem er lítið notað því grasflötin er bæði óslétt og ekki hirt af borgaryfirvöldum. Frábær staðsetning og mikil þörf.

Sparkvöllur væri fullkomin viðbót við Skerjafjörðinn!

Já takk! Löngu kominn tími á að bæta leikaðstöðu fyrir krakkana í Skerjafirðinum.

Löngu orðið tímabært að fá sparkvöll í Skerjafjörðinn

Staðsetningin er í allt of miklu þéttbýli en túnið er í dag notað í ýmsa útivist fyrir alla aldurshópa. Það ætti frekar að koma slíkum velli fyrir á fotboltavellinum við sjóinn. Auk þess eru fjórir fotboltavellir i og við skerjafjörð en mikilvægt er að halda í fjölbreytt útisvæði, lifið er meira en fotbolti

Í áratugi hafa krakkar notað grasbletti sem fer fækkandi og löngu kominn tími á alvöru aðstöðu.

já takk! Þetta yrði vinsælt og myndi stuðla að útivist og hreyfingu íbúa Skerjafjarðar á öllum aldri.

Hverfið er búið að bíða alltof lengi eftir sparkvell. Þetta myndi breyta ótrúlega miklu fyrir krakkana í hverfinu sem þurfa núna að fara alltof langt til að finna svæði til að fara í fótbolta eða aðra leiki sem hægt er að fara í á svona völlum.

Frábært ! Vantar alveg í þetta hverfi.

Það er tiltölulega langt fyrir börn í Skerjafirði að fara út í KR til þess að fara í fótbolta og því væri þetta kjörið fyrir börnin í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information